Um Enzyme
Vefsvæðið enzyme.is er rekið af Ozon ehf. sem m.a. dreifir íslensku húðvörunum CODDOC, SPOTDOC og ZOPURE til apóteka og víðar. Virkni þeirra er grundvölluð á sjávarensímum sem unnin eru úr N-Atlantshafsþorski íslenska flotans. Ensím örva efnahvörf og hraða þannig meðal annars endurnýjunar- og „viðgerðarferli“ líkamans.
Enzyme vörurnar eru byggðar á meira en aldarfjórðungs rannsóknar- og þróunarstarfi vísindamanna við Háskóla Íslands. Rannsóknirnar beindust að próteinkljúfandi meltingarensímum og þróun aðferða til að einangra þau, hreinsa og nýta í húðvörur.
Framleiðslan, sem er grunnefnið í Enzyme vörunum, er kölluð Penzyme®. Notkun þorskaensímanna í heilsu- og snyrtivörur er einkaleyfisvarin uppfinning Dr. Jóns Braga Bjarnasonar (1948-2011) prófessors í lífefnafræði við Háskóla Íslands.
Framkvæmdastjóri Ozon er Sigurður Hólmar Jóhannesson og Magnús Páll Gunnarsson er sölu- og markaðsstjóri fyrirtækisins.